Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Upprunaábyrgðir fyrir fyrirtæki

Sú breyting hefur orðið hjá Orku náttúrunnar að frá árinu 2023 fylgja upprunaábyrgðir rafmagns ekki lengur með rafmagnskaupum líkt og verið hefur síðustu ár. Viðskiptavinir okkar hafa nú val um hvort þeir kaupa upprunaábyrgðir með rafmagni sínu.

Upprunaábyrgðir fyrir fyrirtæki

Sú breyting hefur orðið hjá Orku náttúrunnar að frá árinu 2023 fylgja upprunaábyrgðir rafmagns ekki lengur með rafmagnskaupum líkt og verið hefur síðustu ár. Viðskiptavinir okkar hafa nú val um hvort þeir kaupa upprunaábyrgðir með rafmagni sínu.

Upprunaábyrgðir fyrir fyrirtæki

Sú breyting hefur orðið hjá Orku náttúrunnar að frá árinu 2023 fylgja upprunaábyrgðir rafmagns ekki lengur með rafmagnskaupum líkt og verið hefur síðustu ár. Viðskiptavinir okkar hafa nú val um hvort þeir kaupa upprunaábyrgðir með rafmagni sínu.

Upprunaábyrgðir fyrir fyrirtæki

Sú breyting hefur orðið hjá Orku náttúrunnar að frá árinu 2023 fylgja upprunaábyrgðir rafmagns ekki lengur með rafmagnskaupum líkt og verið hefur síðustu ár. Viðskiptavinir okkar hafa nú val um hvort þeir kaupa upprunaábyrgðir með rafmagni sínu.

Hvað þýðir þetta?

Viðskiptavinir Orku náttúrunnar hafa um árabil keypt sitt rafmagn með svokölluðum upprunaábyrgðum án þess að greiða sérstaklega fyrir. Samkvæmt lögum er Ísland hluti af evrópska orkumarkaðnum og þar með þátttakandi í vottunarkerfi um uppruna rafmagns. Án þessara upprunaábyrgða telst rafmagnið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu. Upprunaábyrgðarkerfinu var komið á til þess að styðja við endurnýjanlega orkuframleiðslu og þar með sporna við hlýnun jarðar. Rafmagnsframleiðendur geta selt þessar upprunaábyrgðir á frjálsum markaði og þannig geta fyrirtæki og einstaklingar í Evrópu stutt við endurnýjanlega rafmagnsframleiðslu.

Undanfari þessara breytinga er sá að Landsvirkjun reið á vaðið og tók ákvörðun um að upprunaábyrgðir hætti nú að fylgja með og verði seldar sérstaklega. Fleiri rafmagnssalar hafa tekið sömu ákvörðun.

Orka náttúrunnar hefur nú ákveðið að gera slíkt hið sama

Viðskiptavinir sem eru án vottunar mega ekki markaðssetja sig sem notendur endurnýjanlegs rafmagns.

Þarf ég að gera eitthvað?

Mikilvægt er að hafa í huga að viðskiptavinir ON færast sjálfkrafa í lægra verð með óvottuð rafmagnsviðskipti.

Viðskiptavinir okkar hafa hins vegar val um að greiða sérstaklega fyrir upprunaábyrgðir

Hvað kostar að votta rafmagnið?

Fyrir árið 2024 greiða viðskiptavinir sem óska eftir að kaupa upprunavottað rafmagns 0,5 kr. án vsk. fyrir hverja notaða kílóvattstund (kWh). Taflan hér að neðan sýnir dæmi um hvað viðskiptavinur með tiltekna ársnotkun þarf að borga fyrir að votta rafmagnsnotkun sína fyrir árið 2024.

Kostnaður við vottun á ári (Fyrirtæki)

Notkun kWh

M. vsk

Án vsk.

10.000 kWh

6.200

5.000

50.000 kWh

31.000

25.000

100.000 kWh

62.000

50.000

200.000 kWh

124.000

100.000

Hvert fara tekjur ON af sölu upprunaábyrgða?

Tekjum Orku náttúrunnar vegna sölu á upprunaábyrgðum var til ársins 2018 ráðstafað í uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla og frá árinu 2019 hefur verið og verður áfram fjárfest í tækni og nýsköpun til að gera rekstur virkjana ON sporlausar, t.d. með Carbfix tækninni.


Umhverfismál eru okkur afar hugleikin og því leggjum við áherslu á að nýta tekjur af upprunaábyrgðum til verkefna sem styðja við samfélagið og náttúruna sem við búum í.

Upprunavottun getur verið mikilvæg fyrir fyrirtæki

Fyrirtæki með grænt bókhald þurfa ekki upprunaábyrgðir en kolefnisspor þeirra mun hækka gríðarlega án þeirra, sérstaklega hjá þeim sem nota mikið af rafmagni. Þannig að viðskiptavinur sem vill greina frá kolefnisspori sínu er að horfa á nærri 60-falda hækkun á kolefnisspori vegna rafmagnsnotkunar án upprunavottunar.


Taflan hér að neðan, sem er alls ekki tæmandi, sýnir hvaða aðilum getur verið mikilvægt að rafmagnskaupin séu upprunavottuð. Þetta eru einkum fyrirtæki sem halda loftslagsbókhald þar sem umfang tvö í kolefnislosun er tiltekið. Rafmagnskaup eru innan umfangs tvö og kaupi fyrirtækin ekki upprunavottorð færist það kolefnisspor í loftslagsbókhaldið sem fram kemur í árlegri, staðlaðri yfirlýsingu viðkomandi rafmagnssala til Orkustofnunar. Taflan að neðan sýnir glögglega á hvaða aðila upprunavottun hefur áhrif.

Fyrirtæki

Iceland's emissions accounting (and climate targets)

Engin áhrif

Green Accounting submitted to the Environment Agency

Engin áhrif

Almenn upplýsingagjöf um rafmagnsnotkun

Taka þarf mið af uppruna rafmagns

Aðilar sem greina frá loftslagsbókhaldi skv. stöðlum s.s:

UFS leiðbeiningum Nasdaq

GHG Protocol

Taka þarf mið af uppruna rafmagns

Vottað loftslagsbókhald skv. ISO 14063 eða 14064

Valkvætt er hvort tekið sé mið af uppruna rafmagns