Sérstaða Jarðhitagarðs
Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð með aðgengi að endurnýjanlegri orku beint frá Hellisheiðarvirkjun, stærstu jarðvarmavirkjun í Evrópu. Auk aðgengis að raforku og varmaorku er í Jarðhitagarði aðgengi að landi og vatnsauðlindum sem nýttar eru með hringrásarhugsun að leiðarljósi.
Sjálfbær orka og auðlindir
Í Jarðhitagarði byggist upp fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar ON á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti.
Í Jarðhitagarði höfum við skapað hringrásarsamfélag þar sem samstarfsaðilar deila innviðum, þekkingu og auðlindum til að lágmarka sóun og hámarka ávinning fyrir fyrirtækin, samfélag og náttúru. Við styðjum við nýsköpun tengda jarðvarma og sjálfbærni og flýtum þannig fyrir framþróun grænna tæknilausna.
Saman vinnum við þannig að ábyrgri nýtingu auðlinda svæðisins.
Fyrirtækin í Jarðhitagarði njóta góðs af fjölmörgum auðlindum
Land
Lóðir af mismunandi stærðum 2 til 70 hektarar.
Rafmagn
Endurnýjanleg orka beint frá Hellisheiðarvirkjun.
Jarðhitavatn
Aðgangur að jarðhitavatni á bilinu 50°C til 170°C, hentugt fyrir fjölbreytta notkun.
Kalt vatn
Kalt vatn, 5°C-25°C, vatn við 5°C hita er óspillt og tilbúið til neyslu.
Heitt vatn
Hreint vatn, hitað með jarðhita, til húshitunar.
Gös og steinefni
Möguleiki á nýtingu aukaafurða svo sem CO2, H2S, og kísil.
Aukaafurðir og úrgangur
Endurvinnslumöguleikar fyrir lífrænan úrgang og annað sem fellur til frá öðrum fyrirtækjum í Jarðhitagarði.
Nýsköpunarkjarni ON
Hringrásarsamfélag
Samnýting öllum til hagsbóta
Samstarf okkar við fyrirtækin í Jarðhitagarðinum felur í sér er að unnt verður að fullnýta raforkuna og fjölnýta auðlindastrauma virkjunarinnar. Fyrirtækin á svæðinu eru ekki aðeins beintengd virkjuninni. Þau hafa einnig kost á að tengjast hvert öðru og samnýta þannig auðlindir, innviði og þjónustu, öllum til hagsbóta. Ennfremur felast tækifæri í því að vinna saman að betri nýtingu innan Jarðhitagarðsins, þannig að affall eða úrgangur eins fyrirtækis geti orðið að verðmætum annars.
Öll þau fyrirtæki sem nú starfa í Jarðhitagarðinum hafa vaxið upp af öflugum nýsköpunarsprotum. Við tökum ungum nýsköpunarfyrirtækjum opnum örmum því við vitum að það eru þeirra lausnir sem munu móta framtíð okkar allra.
Vertu með í samfélaginu okkar
Við bjóðum velkomin sjálfbærnimiðuð fyrirtæki í greinum eins og landbúnaði, vatnseldi, þörungaeldi, líftækni, ferðaþjónustu, og þau sem leggja áherslu á heilsu og vellíðan.
Vertu með okkur á þessari vegferð þar sem sjálfbærni mætir möguleikum til þróunar. Með því að hafa möguleika á að byrja smátt og geta svo bætt við sig hafa núverandi viðskiptavinir okkar þróast frá því að vera aðeins að gera rannsóknir til þess að vera í fullþróaðri starfsemi. Saman nýtum við auðlindir til að skapa verðmæti á markvissan og ábyrgan hátt.
Heimilisrafmagn ON
Betri kjör með heimilisrafmagni
Mánaðarleg leiga
Þjónusta innifalin 24/7
Heimahleðsla ON
Betri kjör með heimilisrafmagni
Mánaðarleg leiga
Þjónusta innifalin 24/7