Orka náttúrunnar framleiðir rafmagn og heitt vatn í jarðhitavirkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum ásamt framleiðslu rafmagns með vatnsafli í Andakílsárvirkjun. ON er stærsta jarðvarmafyrirtæki landsins og selur rafmagn til fyrirtækja og heimila um allt land en framleiðir heitt vatn til sölu og dreifingar hjá systurfélagi þess, Veitum. ON er dótturfélag Orkuveitunnar sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.
ON framleiðir ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur leggur fyrirtækið einnig ríka áherslu á rannsóknir, nýsköpun og sjálfbærni með það fyrir augum að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði.
Umhverfi og auðlindir okkar eru starfsfólki ON sérstaklega hugleikin í öllum þeirra störfum. Fyrirtækið hefur sett sér metnaðarfull markmið sem snúa að umhverfis- og sjálfbærnitengdum málum og er unnið ötullega að þeim markmiðum á hverjum degi enda tilgangur fyrirtækisins skýr, sem og metnaðarfull stefnutengd markmið þess.
ON vinnur markvisst að því að draga úr eigin kolefnisspori en hefur einnig verið í fararbroddi í uppbyggingu innviða og hvatningu til almennings og atvinnulífs til að draga úr kolefnislosun með vistvænum samgöngum og þar spilar ört stækkandi hleðslunet ON fyrir rafmagnsbíla stóran þátt.
Stefnuhringur ON. Tilgangur félagsins í miðjunni, stefnumarkmið og meginþemu.
Orka náttúrunnar er, til viðbótar við það sem nú þegar hefur komið fram, samfélagslega mikilvægt bæði eigendum sínum, sem og samfélaginu öllu með framleiðslu á umhverfisvænum orkugjöfum.
Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 starfað samkvæmt vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi, farið í gegnum sjálfbærniúttektir og hefur fengið loftslagsbókhald sitt vottað. Auk þess hefur ON sett sér metnaðarfulla stefnu í sjálfbærni- og auðlindamálum sem er skuldbinding fyrirtækisins um stöðugar umbætur.
ON starfar samkvæmt ISO 14001
ON fékk hæstu einkunn eða Proven best practice í sjálfbærniúttekt GSAP á rekstri Hellisheiðarvirkjunar
ON er hluti af vottuðu kolefnisbókhaldi Orkuveitunnar
ON hlaut Sjálfbærniásinn í flokki raforkusala árið 2024
Orka náttúrunnar hefur sett sér metnaðarfull loftslagsmarkmið og vinnur hörðum höndum að því að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum með ýmsum leiðum.
ON leggur áherslu á notkun rafmagnsbora í stað díselbora
ON stefnir á að jarðvarmavirkjanir þess verði nær kolefnislausar innan fárra ára
Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á að fara með auðlindir okkar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti
Í Jarðhitagarði ON eru afurðir Hellisheiðarvirkjunar fullnýttar
Hjá ON er hringrásarhugsun alltaf í fyrirrúmi – úrgangur eins eru verðmæti annars
Í Nýsköpunarkjarna ON í Jarðhitagarði, er nýsköpunarfyrirtækjum boðið að stíga sín fyrstu skref
Orka náttúrunnar leggur ríka áherslu á góðan frágang og landgræðslu á virkjanasvæðum sínum með það markmið að endurheimta landslag og gróður þannig að það verði sem líkast því sem var fyrir framkvæmdir.
ON fékk í mars 2024 vottun á kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu á virkjanasvæðum sínum
ON hefur innleitt það verklag við allar framkvæmdir á grónu landi, að varðveita gróðurþekju ásamt jarðvegi og nýta til að endurheimta staðargróður á framkvæmdastað
Ungmenni starfa hjá ON á sumrin við gróðursetningu og fegrun umhverfis
Þróaðar hafa verið aðferðir hjá ON við endurheimt á mosaþembum
Umhverfisverkefni ON hafa verið árangursrík, vakið mikla athygli og verið fyrirmynd fyrir aðra framkvæmdaaðila
Að draga úr losun frá samgöngum er eitt helsta sóknarfæri Íslendinga í loftslagsmálum og raunar einnig í loftgæðamálum í þéttbýli. ON dregur ekki eingöngu úr eigin kolefnisspori heldur er einnig í fararbroddi við uppbyggingu innviða og hvatningu til almennings og atvinnulífs til að draga úr kolefnislosun með vistvænum samgöngum.
ON fékk í mars 2024 vottun á kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu á virkjanasvæðum sínum. ON hefur innleitt það verklag við allar framkvæmdir á grónu landi, að varðveita gróðurþekju ásamt jarðvegi og nýta til að endurheimta staðargróður á framkvæmdastað. Ungmenni starfa hjá ON á sumrin við gróðursetningu og fegrun umhverfis. Þróaðar hafa verið aðferðir hjá ON við endurheimt á mosaþembum. Umhverfisverkefni ON hafa verið árangursrík, vakið mikla athygli og verið fyrirmynd fyrir aðra framkvæmdaaðila.
ON leggur áherslu á reglubundin samtöl og samstarf við alla hagaðila, stofnanir, fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök, bæði hvað varðar umhverfismál og vinnuumhverfi.
ON er heilsueflandi og styðjandi vinnustaður
Mikið samstarf við fræða- og skólasamfélagið