Hvað þýðir þetta?
Viðskiptavinir Orku náttúrunnar hafa um árabil keypt sitt rafmagn með svokölluðum upprunaábyrgðum án þess að greiða sérstaklega fyrir. Samkvæmt lögum er Ísland hluti af evrópska orkumarkaðnum og þar með þátttakandi í vottunarkerfi um uppruna rafmagns. Upprunaábyrgðarkerfinu var komið á til þess að styðja við endurnýjanlega orkuframleiðslu og þar með sporna við hlýnun jarðar.
Þarf ég að gera eitthvað?
Mikilvægt er að hafa í huga að viðskiptavinir ON færast sjálfkrafa í lægra verð með óvottuð rafmagnsviðskipti.
Viðskiptavinir okkar hafa hins vegar val um að greiða sérstaklega fyrir upprunaábyrgðir
Hvert fara tekjur ON af sölu upprunaábyrgða?
Tekjum Orku náttúrunnar vegna sölu á upprunaábyrgðum var til ársins 2018 ráðstafað í uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla og frá árinu 2019 hefur verið og verður áfram fjárfest í tækni og nýsköpun til að gera rekstur virkjana ON sporlausar, t.d. með Carbfix tækninni.
Umhverfismál eru okkur afar hugleikin og því leggjum við áherslu á að nýta tekjur af upprunaábyrgðum til verkefna sem styðja við samfélagið og náttúruna sem við búum í.