Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Mar 8, 2024

Við stækkum ON hleðslunetið og þér er boðið

Við stækkum ON hleðslunetið og þér er boðið

Orka náttúrunnar opnar formlega, laugardaginn 9. mars, nýjar hraðhleðslustöðvar á Bæjarhálsi. Stöðvarnar eru þrjár talsins og á þeim eru samtals sex tengi. Stækkunin ætti því að tryggja viðskiptavinum ON laus tengi en eldri stöðvar eru nú þegar fullnýttar og oft bið eftir lausu tengi.

Opnunin er fyrsta skrefið á nýrri vegferð ON. Nýju hraðhleðslustöðvarnar á Bæjarhálsi eru af tegund sem ekki hefur áður sést á Íslandi og eru þær öflugustu hraðhleðslustöðvar ON, 240 kW. Umgengni um þær er þægileg og allt aðgengi til fyrirmyndar. Á þeim er góður upplýsingaskjár sem gerir alla upplifun frábæra og hægt er að velja leiðbeiningar á íslensku og öðrum tungumálum.

Í tilefni af opnuninni verða ráðgjafar ON á staðnum milli klukkan 10 og 14 á laugardeginum til að leiðbeina rafbílaeigendum og veita ráðgjöf um allt sem snýr að hleðslumálum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og heimili. Það verður frítt að hlaða á öllum tengjum á Bæjarhálsi þennan dag, Sirkus Íslands verður á svæðinu og Hátíðarvagninn býður upp á heitt kakó og kleinur fyrir öll sem kíkja við. Skúbb ísvagninn mun einnig mæta á svæðið.

Við hjá Orku náttúrunnar erum einstaklega stolt af þessari stækkun á Bæjarhálsi og ekki síður stolt af því að vera að stækka hleðslunet ON með þessum hætti. Framundan munum við svo bæta við nýjum og spennandi staðsetningum þar sem við munum opna hleðslugarða með auknu þjónustustigi og bættri upplifun fyrir okkar viðskiptavini.

ON verður 10 ára í ár og það eru 10 ár síðan ON setti upp fyrstu hraðhleðsluna á Bæjarhálsi. Því er viðeigandi að ný vegferð ON sem er næsta skref í uppbyggingu hleðsluinnviða hefjist í dag. Viðskiptavinir ON eiga von á reglulegum fréttum af opnun stöðva á nýjum staðsetningum sem eru fjölskylduvænni, þægilegri og með fleiri tengjum til að lágmarka bið. Nýir Hleðslugarðar munu meðal annars opna á eftirfarandi stöðum á næstu mánuðum, meira um það síðar:

  • Perlan – Reykjavík

  • Digranesgata – Borgarnes

  • Glerártorg- Akureyri

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!