Heimilið

Hleðsla

Fyrirtæki

Virkjanasvæði

Um ON

Frétt

·

Apr 25, 2025

Við ætlum að skapa meira virði fyrir samfélagið

Við ætlum að skapa meira virði fyrir samfélagið

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var í viðtali sem birtist í blaðinu Orka á Íslandi sem kom út með Morgunblaðinu í dag. Þar ræddi hann um starfsemi Orku náttúrunnar, stærstu verkefnin framundan, tækifærin, áskoranirnar og margt fleira.

Viðtalið í heild má lesa hér fyrir neðan.


Við ætlum að skapa meira virði fyrir samfélagið

„Við höfum mikil tækifæri en berum líka mikla ábyrgð,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. ON stendur frammi fyrir stórum og spennandi áskorunum; að auka framleiðslu á rafmagni og heitu vatni og svara þannig aukinni eftirspurn eftir orku og skapa meiri verðmæti fyrir samfélagið.

„Það er grundvallaratriði núna að við öflum meiri orku og að við gerum það með sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda að leiðarljósi. Þannig tryggjum við áfram lífsgæði fólks og stuðlum að því að atvinnulíf geti blómstrað enn frekar,“ segir Árni Hrannar.

Nú þegar ákveðin óvissa ríkir á alþjóðavettvangi, skiptir það Ísland miklu máli að vera sjálfbært í orkumálum. „Við eigum að byggja undir sjálfstæði okkar sem þjóð með því að nýta okkar eigin auðlindir skynsamlega og af ábyrgð. Það gerum við bæði með því að nýta vel það sem við höfum þegar í notkun og með því að þróa áfram ný tækifæri til orkuframleiðslu.“


Aukin orkuöflun nauðsynleg næstu árin

Orka náttúrunnar á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun í Henglinum á Hellisheiði, auk vatnsaflsvirkjunar við Andakílsá í Borgarfirði. Í virkjununum er bæði rafmagn og heitt vatn framleitt.

„Það vita ekki allir að Hellisheiðarvirkjun er stærsta jarðvarmavirkjun í Evrópu og að jarðhitinn er í raun lykillinn að lífsgæðum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Við búum í landi sem er mjög ríkt af hreinni orku en hún er ekki sjálfgefin. Við þurfum að vinna hana með ábyrgð og við þurfum að vera á undan þörfinni fyrir hana. Við vitum að raforkuþörfin á Íslandi fer vaxandi og við viljum tryggja afhendingaröryggi,“ segir Árni Hrannar.

„Ólíkt vatnsaflinu, þá endurnýjar jarðhitinn sig ekki eins auðveldlega vegna hægara flæðis inn í uppsprettu jarðhitans samanborið við það magn sem tekið er upp. Líftími jarðvarmavirkjana takmarkast því þannig af þessu mismunandi flæði og við getum ekki haldið áfram að framleiða rafmagn og heitt vatn í núverandi magni nema með því að bora nýjar holur og viðhalda þannig þeirri vinnslu sem núverandi innviðir bjóða upp á,“ útskýrir Árni Hrannar.

Jarðhitinn, sem ON nýtir í Henglinum, er ekki bara lykilhluti af raforkuframleiðslu fyrirtækisins heldur einnig forsenda þess að hægt sé að hita upp stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

„Árið 2024 kom um 60% af heita vatninu sem fór til höfuðborgarbúa frá okkar virkjunum. Ef við höldum ekki áfram að bora og viðhöldum þannig vinnslu, þá liggur það beint við að hitaveitan verður óöruggari og það eykur álag á lághitasvæðin sem Veitur nýta. Við viljum forðast slíkt ástand.“

Þess vegna stendur Orka náttúrunnar frammi fyrir því að fara í töluvert mikla orkuöflun á næstu árum og nýta þá aðallega jarðhitann. Áætlanir gera ráð fyrir allt að 17 nýjum vinnsluholum í Henglinum, þar sem Orkuveitan er einnig að gera rannsóknir á nýju svæði við Hverahlíð. „Við viljum nýta þau svæði sem þegar eru í notkun á sem hagkvæmastan og ábyrgan hátt. Það er mjög skýrt hjá okkur að raska eins litlu og hægt er og ganga vel frá svæðum.“


Nýjar lausnir til bættrar nýtingar

Árni Hrannar bætir við að ON leggi ríka áherslu á að nýta auðlindirnar eins vel og hægt er. „Við erum að bæta nýtinguna með nýjum lausnum. Til dæmis erum við að setja upp bakþrýstivél í Hverahlíð þar sem við nýtum þrýstingsmun sem annars færi til spillis til að framleiða raforku. Við ætlum einnig að auka framleiðslu heits vatns á Hellisheiði með stækkun varmastöðvar. Þá eykst framleiðslan úr 950 lítrum á sekúndu í 1550 lítra á sekúndu. Það er töluverð aukning og sýnir að við getum gert meira með það sem við höfum.“

Í Jarðhitagarði ON eru svo afurðir Hellisheiðarvirkjunar fullnýttar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt til þess að skapa verðmæti. Í Jarðhitagarði eru nú þegar fyrirtækin VAXA Technology, Climeworks og GeoSilica.

„Við erum virkilega stolt af Jarðhitagarðinum okkar og því starfi sem þar er í uppbyggingu. Við stefnum m.a. á opnun Nýsköpunarkjarna sem verður hjarta Jarðhitagarðs og miðpunktur nýsköpunar, samstarfs og þekkingarmiðlunar. Þar verður móttaka fyrir gesti og samstarfsaðila, auk sveigjanlegrar aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki, þróunarverkefni og rannsóknir. Aðgengi að jarðhitaauðlindum og innviðum gerir fyrirtækjum kleift að þróa og prófa lausnir á staðnum. Kjarninn styður sérstaklega við jarðvarmatengda nýsköpun og hvetur til samstarfs með sjálfbærni og hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Árni Hrannar.

Þurfum að hugsa fram í tímann

Hann nefnir einnig að öll nýsköpun sé fyrirtækinu afar mikilvæg. ON hefur að mestu stólað á jarðhitann og auk þess hefur framleiðsla fyrirtækisins að stórum hluta farið til eins viðskiptavinar, stóriðjunnar. Nú vill fyrirtækið víkka út myndina.

„Við þurfum að fjölga orkugjöfum og viðskiptavinum. Það er mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins, en líka fyrir samfélagið í heild,“ segir Árni Hrannar. „Það er ekki góð staða að hafa öll eggin í sömu körfu og þess vegna viljum við dreifa áhættunni.”

Eitt af því sem ON vinnur nú að er að nýta betur þann sveigjanleika sem felst í árstíðabundinni framleiðslu jarðvarmavirkjana. Á sumrin framleiðir fyrirtækið meiri orku en eftirspurn er eftir – og það skapar tækifæri.

„Það er hægt að selja þessa orku inn á markað til þeirra sem geta nýtt hana á sveigjanlegan hátt. Þetta er líka mikilvægt í tengslum við orkuöryggi landsins,“ segir Árni Hrannar.

ON hefur þegar unnið með aðilum sem sjá möguleika í sveigjanlegri orkunotkun, til dæmis á sviði vetnisframleiðslu. „Við viljum vera með í lausnunum og taka frumkvæði. Það er mikilvægt að fyrirtæki eins og ON hugsi fram í tímann og finni nýja möguleika.“

ON, í góðri samvinnu við svið Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, horfir bæði til nýrra jarðhitasvæða og annarra kosta við mögulega aukna orkuöflun. Einn orkukostur sem hefur verið

ræddur er vindorka. „Vindorka getur verið mikilvæg viðbót við núverandi orkuöflun, sérstaklega með tilliti til breytilegrar eftirspurnar og orkuskipta í samgöngum, og eitthvað sem við þurfum að skoða vel,“ segir Árni Hrannar.


Sterkari rekstur og samfélagslegur ávinningur

ON er í eigu Orkuveitunnar, sem aftur er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar. Samfélagsleg ábyrgð er því innbyggð í hlutverk fyrirtækisins. „Við erum núna að horfa til framtíðar. Við viljum byggja upp fjölbreyttari og öflugri rekstur, þannig getum við skapað meira virði fyrir eigendur okkar sem nýtist samfélaginu, bæði eins og það er í dag en einnig fyrir komandi kynslóðir,“ segir Árni Hrannar. „Ef við fáum betra verð fyrir þá orku sem við framleiðum, þá skilar það sér til samfélagsins hvort sem það er í gegnum arðgreiðslur, betri þjónustu og inniviði eða aukið svigrúm til að fjárfesta í sjálfbærum lausnum.“

Árni Hrannar undirstrikar að orkuöflunarvegferð ON snúist ekki bara um að auka framleiðslu, einnig um að gera hlutina betur. „Við viljum auðvitað skapa verðmæti en við viljum líka styrkja samfélagsleg tengsl, auka gagnsæi og sýna að við tökum ábyrgð. Við viljum standa undir væntingum fólks til fyrirtækis sem starfar í almannaeigu. Orka í formi bæði heits vatns og rafmagns er grunnstoð í nútímasamfélagi og við ætlum að leggja okkar af mörkum til að tryggja að Ísland hafi þá orku sem þarf til framtíðar.“

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var í viðtali sem birtist í blaðinu Orka á Íslandi sem kom út með Morgunblaðinu í dag. Þar ræddi hann um starfsemi Orku náttúrunnar, stærstu verkefnin framundan, tækifærin, áskoranirnar og margt fleira.

Viðtalið í heild má lesa hér fyrir neðan.


Við ætlum að skapa meira virði fyrir samfélagið

„Við höfum mikil tækifæri en berum líka mikla ábyrgð,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. ON stendur frammi fyrir stórum og spennandi áskorunum; að auka framleiðslu á rafmagni og heitu vatni og svara þannig aukinni eftirspurn eftir orku og skapa meiri verðmæti fyrir samfélagið.

„Það er grundvallaratriði núna að við öflum meiri orku og að við gerum það með sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda að leiðarljósi. Þannig tryggjum við áfram lífsgæði fólks og stuðlum að því að atvinnulíf geti blómstrað enn frekar,“ segir Árni Hrannar.

Nú þegar ákveðin óvissa ríkir á alþjóðavettvangi, skiptir það Ísland miklu máli að vera sjálfbært í orkumálum. „Við eigum að byggja undir sjálfstæði okkar sem þjóð með því að nýta okkar eigin auðlindir skynsamlega og af ábyrgð. Það gerum við bæði með því að nýta vel það sem við höfum þegar í notkun og með því að þróa áfram ný tækifæri til orkuframleiðslu.“


Aukin orkuöflun nauðsynleg næstu árin

Orka náttúrunnar á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun í Henglinum á Hellisheiði, auk vatnsaflsvirkjunar við Andakílsá í Borgarfirði. Í virkjununum er bæði rafmagn og heitt vatn framleitt.

„Það vita ekki allir að Hellisheiðarvirkjun er stærsta jarðvarmavirkjun í Evrópu og að jarðhitinn er í raun lykillinn að lífsgæðum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Við búum í landi sem er mjög ríkt af hreinni orku en hún er ekki sjálfgefin. Við þurfum að vinna hana með ábyrgð og við þurfum að vera á undan þörfinni fyrir hana. Við vitum að raforkuþörfin á Íslandi fer vaxandi og við viljum tryggja afhendingaröryggi,“ segir Árni Hrannar.

„Ólíkt vatnsaflinu, þá endurnýjar jarðhitinn sig ekki eins auðveldlega vegna hægara flæðis inn í uppsprettu jarðhitans samanborið við það magn sem tekið er upp. Líftími jarðvarmavirkjana takmarkast því þannig af þessu mismunandi flæði og við getum ekki haldið áfram að framleiða rafmagn og heitt vatn í núverandi magni nema með því að bora nýjar holur og viðhalda þannig þeirri vinnslu sem núverandi innviðir bjóða upp á,“ útskýrir Árni Hrannar.

Jarðhitinn, sem ON nýtir í Henglinum, er ekki bara lykilhluti af raforkuframleiðslu fyrirtækisins heldur einnig forsenda þess að hægt sé að hita upp stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

„Árið 2024 kom um 60% af heita vatninu sem fór til höfuðborgarbúa frá okkar virkjunum. Ef við höldum ekki áfram að bora og viðhöldum þannig vinnslu, þá liggur það beint við að hitaveitan verður óöruggari og það eykur álag á lághitasvæðin sem Veitur nýta. Við viljum forðast slíkt ástand.“

Þess vegna stendur Orka náttúrunnar frammi fyrir því að fara í töluvert mikla orkuöflun á næstu árum og nýta þá aðallega jarðhitann. Áætlanir gera ráð fyrir allt að 17 nýjum vinnsluholum í Henglinum, þar sem Orkuveitan er einnig að gera rannsóknir á nýju svæði við Hverahlíð. „Við viljum nýta þau svæði sem þegar eru í notkun á sem hagkvæmastan og ábyrgan hátt. Það er mjög skýrt hjá okkur að raska eins litlu og hægt er og ganga vel frá svæðum.“


Nýjar lausnir til bættrar nýtingar

Árni Hrannar bætir við að ON leggi ríka áherslu á að nýta auðlindirnar eins vel og hægt er. „Við erum að bæta nýtinguna með nýjum lausnum. Til dæmis erum við að setja upp bakþrýstivél í Hverahlíð þar sem við nýtum þrýstingsmun sem annars færi til spillis til að framleiða raforku. Við ætlum einnig að auka framleiðslu heits vatns á Hellisheiði með stækkun varmastöðvar. Þá eykst framleiðslan úr 950 lítrum á sekúndu í 1550 lítra á sekúndu. Það er töluverð aukning og sýnir að við getum gert meira með það sem við höfum.“

Í Jarðhitagarði ON eru svo afurðir Hellisheiðarvirkjunar fullnýttar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt til þess að skapa verðmæti. Í Jarðhitagarði eru nú þegar fyrirtækin VAXA Technology, Climeworks og GeoSilica.

„Við erum virkilega stolt af Jarðhitagarðinum okkar og því starfi sem þar er í uppbyggingu. Við stefnum m.a. á opnun Nýsköpunarkjarna sem verður hjarta Jarðhitagarðs og miðpunktur nýsköpunar, samstarfs og þekkingarmiðlunar. Þar verður móttaka fyrir gesti og samstarfsaðila, auk sveigjanlegrar aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki, þróunarverkefni og rannsóknir. Aðgengi að jarðhitaauðlindum og innviðum gerir fyrirtækjum kleift að þróa og prófa lausnir á staðnum. Kjarninn styður sérstaklega við jarðvarmatengda nýsköpun og hvetur til samstarfs með sjálfbærni og hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Árni Hrannar.

Þurfum að hugsa fram í tímann

Hann nefnir einnig að öll nýsköpun sé fyrirtækinu afar mikilvæg. ON hefur að mestu stólað á jarðhitann og auk þess hefur framleiðsla fyrirtækisins að stórum hluta farið til eins viðskiptavinar, stóriðjunnar. Nú vill fyrirtækið víkka út myndina.

„Við þurfum að fjölga orkugjöfum og viðskiptavinum. Það er mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins, en líka fyrir samfélagið í heild,“ segir Árni Hrannar. „Það er ekki góð staða að hafa öll eggin í sömu körfu og þess vegna viljum við dreifa áhættunni.”

Eitt af því sem ON vinnur nú að er að nýta betur þann sveigjanleika sem felst í árstíðabundinni framleiðslu jarðvarmavirkjana. Á sumrin framleiðir fyrirtækið meiri orku en eftirspurn er eftir – og það skapar tækifæri.

„Það er hægt að selja þessa orku inn á markað til þeirra sem geta nýtt hana á sveigjanlegan hátt. Þetta er líka mikilvægt í tengslum við orkuöryggi landsins,“ segir Árni Hrannar.

ON hefur þegar unnið með aðilum sem sjá möguleika í sveigjanlegri orkunotkun, til dæmis á sviði vetnisframleiðslu. „Við viljum vera með í lausnunum og taka frumkvæði. Það er mikilvægt að fyrirtæki eins og ON hugsi fram í tímann og finni nýja möguleika.“

ON, í góðri samvinnu við svið Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni, horfir bæði til nýrra jarðhitasvæða og annarra kosta við mögulega aukna orkuöflun. Einn orkukostur sem hefur verið

ræddur er vindorka. „Vindorka getur verið mikilvæg viðbót við núverandi orkuöflun, sérstaklega með tilliti til breytilegrar eftirspurnar og orkuskipta í samgöngum, og eitthvað sem við þurfum að skoða vel,“ segir Árni Hrannar.


Sterkari rekstur og samfélagslegur ávinningur

ON er í eigu Orkuveitunnar, sem aftur er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar. Samfélagsleg ábyrgð er því innbyggð í hlutverk fyrirtækisins. „Við erum núna að horfa til framtíðar. Við viljum byggja upp fjölbreyttari og öflugri rekstur, þannig getum við skapað meira virði fyrir eigendur okkar sem nýtist samfélaginu, bæði eins og það er í dag en einnig fyrir komandi kynslóðir,“ segir Árni Hrannar. „Ef við fáum betra verð fyrir þá orku sem við framleiðum, þá skilar það sér til samfélagsins hvort sem það er í gegnum arðgreiðslur, betri þjónustu og inniviði eða aukið svigrúm til að fjárfesta í sjálfbærum lausnum.“

Árni Hrannar undirstrikar að orkuöflunarvegferð ON snúist ekki bara um að auka framleiðslu, einnig um að gera hlutina betur. „Við viljum auðvitað skapa verðmæti en við viljum líka styrkja samfélagsleg tengsl, auka gagnsæi og sýna að við tökum ábyrgð. Við viljum standa undir væntingum fólks til fyrirtækis sem starfar í almannaeigu. Orka í formi bæði heits vatns og rafmagns er grunnstoð í nútímasamfélagi og við ætlum að leggja okkar af mörkum til að tryggja að Ísland hafi þá orku sem þarf til framtíðar.“

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar

Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!