Frétt
·
May 14, 2024
Fjölskyldudagur ON var haldinn síðastliðinn sunnudag og var hann virkilega vel heppnaður. Fjöldi fólks kom í Hellisheiðarvirkjun til að njóta skemmtilegrar dagskrár og kynnti sér um leið hvernig Orka náttúrunnar nýtir jarðvarmann til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.
Vísinda Villi, Stjörnu Sævar og Sirkus Íslands kíktu í heimsókn og bæði fræddu og skemmtu mannskapnum. Forvitnisbingóið var vinsælt og Stefán Pálsson sagnfræðingur sagði skemmtilga frá sögu Kolviðarhóls. Gestum var einnig boðið upp á gómsætar veitingar, m.a. hverabrauð frá nágrönnum virkjunarinnar í Skíðaskálanum í Hveradölum.
Fjölskyldudagurinn var virkilega vel heppnaður að þessu sinni en viðburðurinn hefur verið haldinn árlega undanfarin ár.



