Frétt
·
Sep 25, 2024
Við hjá Orku náttúrunnar erum stolt af okkar vinnustað og viljum gjarnan kynna hann fyrir mögulegu framtíðar starfsfólki okkar. Við tókum því glöð á móti hópi nemenda í rafvirkjun í Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum.
Nemendurnir komu í vettvangsferð í Hellisheiðarvirkjun þar sem þeir Hörður Pétursson leiðtogi í öryggismálum og Óskar Gunnarsson vaktstjóri virkjana fóru yfir virkni virkjunarinnar og öryggisreglur sem að starfsmönnum og gestum snýr.
Einnig fóru nemendurnir í heimsókn til Veitna, systurfélags ON, á Akranesi þar sem núverandi starfsfólk og fyrrum nemendur FVA tóku á móti þeim.
Nánar má lesa um heimsóknina á vef FVA.