Frétt
·
Mar 10, 2024
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar tóku þátt í pallborðsumræðum á opnum raforkumarkaðsfundi sem haldinn var af Landsvirkjun og fór fram í Grósku í gær.
Á fundinum var fjallað um hver staða raforkumarkaða sé, sérstaða Íslands á raforkumarkaði var rakin og rætt hvernig megi tryggja raforkuöryggi hér á landi.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra opnaði fundinn og í kjölfarið voru fjörugar pallborðsumræður sem skiptust annarsvegar í umræður um heildsölumarkað og fyrirkomulag raforkuviðskipta og hinsvegar markað fyrir stórnotendur.
Í umræðum um heildsölumarkað og fyrirkomulag raforkuviðskipta sat Hjálmar Helgi fyrir svörum ásamt Björgvini Skúla Sigurðssyni, framkvæmdastjóri Vonarskarðs, Ólöfu Emblu Einarsdóttur, rekstrarstjóra Straumlindar, Hönnu Björg Konráðsdóttur, deildarstjóra raforkueftirlits Orkustofnunar, Katrínu Olgu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Elmu og Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóra Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Árni Hrannar var á meðal þeirra sem tók þátt í umræðum um markað fyrir stórnotendur en þar tóku einnig þátt þau Egill Jóhannsson, deildarstjóri orkumiðlunar hjá HS Orku, Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, Guðrún Halla Finnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fulltrúi ASÍ, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti.
Það var okkur hjá Orku náttúrunni mjög kært að fá að taka þátt í þessari mikilvægu umræðu og munum við áfram fylgjast náið með þróun mála.