Frétt
·
Sep 12, 2024
Orka náttúrunnar heldur spennandi ráðstefnu um Jarðhitagarðinn á Hellisheiði miðvikudaginn 18. september kl. 8:30-10:30 í Grósku.
Í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði er einstakt samfélag framsækinna fyrirtækja sem skapa verðmæti með ábyrgri nýtingu auðlinda á svæðinu. Framundan eru næstu skref inn í framtíðina, áframhaldandi vöxtur og efling nýsköpunar, með sjálfbærni og hringrásarhugsun að leiðarljósi.
Við bjóðum fyrirtækjum, frumkvöðlum og vísindafólki til samtals og deilum innsýn í starfsemi og árangur fyrirtækja í grænum, íslenskum iðngarði.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 8.30 með kaffi og léttum morgunverði.
Setning ráðstefnu kl. 9.00
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Tækifærin í Jarðhitagarði
Helga Kristín Jóhannsdóttir,
viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs
Orka til fæðu
Kristinn Hafliðason,
framkvæmdastjóri VAXA Technologies
Ég elska þig stormur
Sara Lind Guðbergsdóttir,
framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi
Hringrásin á heiðinni
Snorri Jökull Egilsson,
sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum hjá Orkuveitunni
Lokaorð
Sævar Freyr Þráinsson,
forstjóri Orkuveitunnar
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok ráðstefnunnar.