Frétt
·
Oct 22, 2024
Orka náttúrunnar er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024 samkvæmt lista sem Keldan og Viðskiptablaðið taka saman ár hvert. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna framúrskarandi árangur í rekstri og er ON á lista yfir opinber fyrirtæki og sjálfseignarstofnanir.
Til að hljóta titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki þurfa fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði. Meðal annars þarf afkoma að hafa verið jákvæð, tekjur yfir 45 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónir króna og eiginfjárhlutfall yfir 20%. Auk þessa eru aðrir þættir eins og skil á ársreikningum og rekstrarform metnir.
Auk Orku náttúrunnar er ON Power ohf. líka á listanum en starfsemi ON er í tveimur félögum. Orkuveitan og Veitur, móður- og systurfélög ON eru einnig fyrirmyndarfyrirtæki ársins.
Við hjá Orku náttúrunnar erum stolt af því að vera hluti af þessum hópi fyrirtækja og lítum á það sem viðurkenningu á stöðugu og góðu starfi okkar. ON mun áfram leggja áherslu á að styrkja sjálfbæran rekstur og efla þjónustu við viðskiptavini, með það að markmiði að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar með grænni orku frá náttúru til viðskiptavina.