Frétt
·
Apr 19, 2024
Ómar Svavarsson nýr inn í stjórn Orku náttúrunnar
Breytingar urðu á stjórn Orku náttúrunnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 18. apríl sl. Ómar Svavarsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir koma ný inn í stjórnina í stað Gísla Björns Björnssonar og Ingva Gunnarssonar sem verður varamaður. Brynja Kolbrún starfar á fjármálasviði Orkuveitunnar.
Ómar var forstjóri Vodafone og gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá áður en hann tók við sem forstjóri Securitas árið 2017 en lét af störfum þar nú í febrúar.
Stjórn Orku náttúrunnar er nú þannig skipuð:
Helga Jónsdóttir, formaður
Brynja Kolbrún Pétursdóttir
Hólmfríður Sigurðardóttir
Tómas Ingason
Ómar Svavarsson
Varafólk:
Íris Lind Sæmundsdóttir
Ingvi Gunnarsson
„Ómar er öflugur og kemur inn með mikla reynslu úr viðskiptalífinu sem ég tel að muni nýtast Orku náttúrunnar vel. Meirihluti stjórnar Orku náttúrunnar er nú skipuð utanaðkomandi aðilum sem er eitt af því sem ég hef lagt áherslu á. Við erum þó áfram með öflugt fólk frá móðurfélagi í stjórnum hjá okkur auk þess sem kynjahlutfallið er í góðu lagi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Orku náttúrunnar.