
Frétt
·
Apr 10, 2025
Birta á Bæjarhálsi er nýsköpunarverkefni sem Orka náttúrunnar hefur verið að vinna að að undaförnu. Verkefnið snýst, í stuttu máli, um að framleiða rafmagn með sólarsellum sem er svo nýtt til að búa til hluta af þeirri orku sem fer í hraðhleðslustöðvar ON á Bæjarhálsi.
Sólarsellurnar verða settar upp á gömlu Kyndistöðinni sem er við hliðina á höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi, á þak hússins og allan suðurvegginn. Þannig verður hægt að gera tilraun á því hversu mikla orku sólarsellur geta gefið á Íslandi.
Birta á Bæjarhálsi er aðalumræðuefni fyrsta þáttar í nýju örhlaðvarpi Orku náttúrunnar þar sem Guðjón Hugberg Björnsson tæknistjóri ON og Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON fara yfir hvað verkefnið felur í sér, hver ávinningurinn verði og fleira varðandi þessa nýsköpun í hleðslu rafbíla.
Hlusta má á þáttinn með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.