Frétt
·
Oct 9, 2024
Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en enn er unnið að greiningu og viðgerð. Bilunin hefur áhrif á framleiðslu heits vatns og rafmagns. Gripið hefur verið til skerðinga á raforku hjá skerðanlegum notendum og þá hafa Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er.
Fréttin var síðast uppfærð kl. 16:00.