Frétt
·
Jan 10, 2025
Árið 2024 einkenndist af fjölbreyttum verkefnum hjá öllum sviðum Orku náttúrunnar þar sem lögð var áhersla á frumkvæði, framfarir, sjálfbærni og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.
Verkefnin voru af ýmsum toga, allt frá þróun nýsköpunarverkefna yfir í áframhaldandi uppbyggingu innviða, og voru markmiðin skýr; að leggja okkar af mörkum til samfélagsins og tryggja trausta framtíðarsýn í orkumálum. Til skemmtunar og fróðleiks tókum við saman helstu verkefni ársins 2024 sem lesa má um hér fyrir neðan.
Aðalatriðin í hleðslumálum
Við opnuðum stórglæsilegan hleðslugarð í Öskjuhlíð – þar eru 12 tengi, trampólín, mylluspil og bekkir til að njóta á.
Við opnuðum hleðslugarð við Glerártorg á Akureyri þar sem eru líka 12 ný og öflug tengi.
Við opnuðum okkar stærsta hleðslugarð í Borgarnesi með 14 tengjum.
Við settum upp 98 hleðslustöðvar í Kópavogi á 14 stöðum.
Við byrjuðum á uppsetningum á 20 hleðslutengjum á fimm nýjum staðsetningum í Reykjavík í kjölfar útboðs.
Við stækkuðum hleðslugarð okkar á Bæjarhálsi – þar eru sex ný tengi.
Við vorum nýskapandi og settum m.a. upp hleðslubanka á Hvolsvelli – það var vel lukkað og skemmtilegt tilraunaverkefni.

Stóru málin í virkjunum
Nýr lofthreinsiturn var reistur við Hellisheiðarvirkjun og fer hann senn í rekstur.
Við settum upp nýjan skiljuvatnsvarmaskipti og jukum þannig framleiðslugetu Nesjavallarvirkjunar.
Við tókum Hverahlíðarlögn II í rekstur.
Við unnum að stjórnkerfisútskiptum á Nesjavöllum. Verkefnið er mikið þrekvirki og mjög flókin framkvæmd.

Verðlaun og viðurkenningar
Við mældumst hæst í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð.
Við vorum hæst raforkusala á Sjálfbærniásnum.
Við fengum vottun frá Bureu Veritas á loftslagsbókhald ON og Orkuveitunnar.
Við vorum Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024 hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Við fengum viðurkenningu fyrir snyrtilegustu atvinnulóðina í Borgarnesi en sú lóð hýsir nýja Hleðslugarða okkar.

Allskonar skemmtilegt
Frumhönnun nýs baðlóns í Jarðhitagarði lauk á árinu.
Við settum RFI – áhugakönnun í birtingu og fengum mikil viðbrögð og áhuga á kaupum á 150 megavöttum af raforku ON.
Við tókum þátt í mikilvægum skrefum í átt að orkuskiptum þungaflutninga – skrifuðum undir viljayfirlýsingu um framleiðslu á vetni fyrir vetnisknúna MAN vöruflutningabíla sem fluttir verða til landsins á næstunni.
Við byrjuðum að vinna að Nýsköpunarkjarna í Jarðhitagarði.
Verkefni um uppbyggingu rannsóknaaðstöðu fyrir jarðvarmarannsóknir sem hýst verður í Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðs ON hlaut nýverið 65 milljóna króna styrk úr Samstarfssjóði háskólanna. Samstarfsaðilar verkefnisins eru m.a. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orka náttúrunnar.
Við sömdum við RARIK um kaup á raforku sem tapast í dreifikerfinu.

Umhverfis og loftslagsmál
Stærsta lofthreinsistöð heims, Mammoth, opnaði hjá Climeworks í Jarðhitagarði.
Við græddum upp 6 hektara af svæðum utan athafnasvæða ON sem rofnað hafa, t.d. vegna sauðfjárbeitar.
Við tryggðum okkur rafvæddan og umhverfisvænni bor sem verður nýttur við boranir á næstu átta holum.
Framkvæmdir við byggingu nýrrar hreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun gengu vel og var hreinsunarturn reistur við Hellisheiðarvirkjun. Með tilkomu hans tekst að fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni frá virkjuninni með Carbfix tækninni. Stefnt er að gangsetningu stöðvarinnar, á þessu ári og verður Hellisheiðarvirkjun þá á meðal fyrstu jarðvarmavirkjana heims til að verða nær sporlaus.
Styrkur brennisteins í mosa við Hellisheiðarvirkjun lækkaði og mosaskemmdir hafa minnkað.
Við gróðursettum 8.000 birkitré við Hellisheiðarvirkjun.
Og nýttum hey til uppgræðslu á Hellisheiði.

Viðburðir og gestagangur
Við tókum þátt í fjölmörgum viðburðum t.d.:
UT messunni
Verk og vit
Vísindavöku Rannís
COP29 í Baku í Aserbaídsjan
Orku- og vísindadegi Orkuveitunnar
Hreinum tækifærum – viðburði Orkuveitunnar
Málstofunni Clear Opportunities á Arctic Circle
og alls kyns fleiri fjölbreyttum málþingum, ráðstefnum og pallborðum.
Við héldum sjálf þrjár vel heppnaðar ráðstefnur á árinu:
Áratugur af ON
Orka, auðlindir og nýsköpun – þar sem Jarðhitagarður ON var í forgrunni
Forgangsröðun í raforkuskorti
Við vorum áberandi í umræðunni – skrifuðum fjölda greina, mættum í viðtöl, svöruðum spurningum og birtum fullt af efni á samfélagsmiðlum.
Ótrúlegur fjöldi gesta heimsækir okkur í ON árlega og kynnir sér fjölbreytta starfsemi okkar. Árið 2024 komu meðal annarra góðra gesta; rafvirkjanemar úr FVA, 140 erlendir ræðismenn Íslands frá 71 landi, nemendur Landbúnaðarháskólans, starfsfólk Samorku, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna, fólk á öllum aldri sem tók þátt í frábærum Fjölskyldudegi ON og ótalmargir hópar sem Verkefnastofa ON tók á móti.

Takk fyrir árið! Við hlökkum til að takast á við ný verkefni ársins 2025 sem og að halda áfram með þau verkefni sem nú þegar er verið að vinna að.