Leiðbeiningar um að virkja ON-lykilinn
Til þess að virkja ON lykil skráirðu þig inn á app.on.is eða í ON appið.
Skref 1
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.
Skref 2
Smelltu á nafn þess sem er innskráður.
Skref 3
Smelltu á „ON-lyklarnir mínir“
Skref 4
Smelltu á „Virkja ON lykil“ og fylgdu svo leiðbeiningum. Til þess að ON-lykill sé virkur þarf að skrá greiðslukort á bak við hann. Greiðslukortaupplýsingar er hægt að skrá undir „Greiðslur og kvittanir“.
Skref 5
Ef þú ert ekki með skráð heimilisfang hjá okkur farðu undir „Mínar upplýsingar“ þar sem þú getur skráð það.
Virkjaðu ON-lykilinn og fáðu aðgang strax
Skráðu þig inn á hleðslusíðu ON, app.on.is eða í ON appið til að virkja lykilinn og hefja notkun. Það er fljótlegt, einfalt og þægilegt!