Frétt
·
Dec 18, 2024
Fyrsta verkefnið í Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðs hlýtur styrk
Fyrsta verkefnið í Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðs hlýtur styrk



Verkefni um uppbyggingu rannsóknaaðstöðu fyrir jarðvarmarannsóknir sem hýst verður í Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðs ON hlaut nýverið 65 milljóna króna styrk úr Samstarfssjóði háskólanna. Samstarfsaðilar verkefnisins eru m.a. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orka náttúrunnar.
Markmið verkefnisins er að skapa aðstöðu fyrir nýsköpun og þróun á sviði jarðvarma í Jarðhitagarði þar sem hægt verður að prófa lausnir á sviði jarðhitanýtingar með raunverulegum jarðhitavökva og á stærri skala en hægt er að bjóða upp á í núverandi rannsóknastofum. Tengiliðir háskólanna fyrir verkefnið eru María Sigríður Guðjónsdóttir, dósent við HR og Sigrún Nanna Karlsdóttir, prófessor við HÍ. Þær hafa ásamt samstarfsfólki sínu og aðilum úr erlendum háskólum og úr atvinnulífinu unnið að mjög mörgum verkefnum sem snúa að jarðhitarannsóknum og miða að því að safna gögnum um eðli jarðhitans og jarðhitanýtingu. Orka náttúrunnar mun hýsa rannsóknaraðstöðuna og veita aðgengi að auðlindastraumum virkjunarinnar (s.s. jarðhitavatni, köldu vatni og rafmagni) til prófana í rannsóknaverkefnum og við að þróa búnað og lausnir sem tengist jarðhitanýtingu.
„Við fögnum þessum mikilvæga áfanga fyrir jarðvarmarannsóknir á Íslandi og fyrsta verkefninu sem hlýtur styrk innan Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðsins. Við hjá Orku náttúrunnar hlökkum til að byggja upp þessa einstöku aðstöðu saman og erum stolt af að hýsa hana við Hellisheiðarvirkjun, sem er stærsta jarðvarmavirkjun í Evrópu“ segir Helga Kristín Jóhannsdóttir, deildarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Öflugur vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni
Nýsköpunarkjarninn verður staðsettur innan Jarðhitagarðs, græns iðngarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Í Nýsköpunarkjarnanum fá fyrirtæki, háskólar og frumkvöðlar einstakt tækifæri til að þróa og prófa nýjar lausnir sem nýta orku og auðlindir á sjálfbæran og skilvirkan hátt. Þar mun byggjast upp öflugur vettvangur fyrir rannsóknir og þróun á tæknilausnum tengdum orku og sjálfbærni, en þar mun Orka náttúrunnar setja upp tengingar fyrir raforku og auðlindir fyrir rannsókna – og frumkvöðlaverkefni auk aðstöðu til vinnu í sameiginlegu skrifstofuhúsnæði.
Tækifæri fyrir fjölbreytt verkefni
„Nýsköpunarkjarninn er hugsaður sem aðstaða til prófana fyrir fjölbreytt verkefni, bæði orkutengd og önnur sem stuðla að sjálfbærni og nýtingu grænna lausna,“ segir Helga Kristín. „Við viljum skapa umhverfi þar sem nýsköpunarhugmyndir fá að þróast með stuðningi öflugra innviða og sérþekkingar, hvort sem um er að ræða rannsóknir, tækniþróun eða prófanir í raunverulegum aðstæðum á lausnum sem svo geta vaxið innan Jarðhitagarðs. Við hvetjum öll sem vinna að sjálfbærum lausnum og nýtingu orku að hafa samband og kanna hvernig Nýsköpunarkjarninn getur orðið hluti af vegferðinni.“
Frá fyrstu skrefum til vaxtar
Jarðhitagarður, þar sem Nýsköpunarkjarninn rís, hefur þegar reynst frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Fyrirtæki eins og Climeworks og Vaxa Technologies hófu starfsemi sína þar á rannsóknarstigi. Bæði fyrirtækin hafa byggt stórar verksmiðjur utan um starfsemi sína í Jarðhitagarði sem hýsa sjálfbærar tæknilausnir sem hafa vakið athygli á heimsvísu. Með Nýsköpunarkjarnanum skapast frekari tækifæri fyrir fyrirtæki og rannsóknaraðila að taka sín fyrstu skref, með möguleika á að stækka upp í fullan rekstur innan Jarðhitagarðs.
Landsvæði, orka og auðlindir í Jarðhitagarði
Jarðhitagarður, sem er í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá Reykjavík, býður upp á:
Aðgengi að endurnýjanlegri orku frá Hellisheiðarvirkjun, bæði raforku og varmaorku.
Aðgengi að auðlindum s.s. köldu vatni og gastegundum.
Sameiginlega innviði og samstarfstækifæri í umhverfi hringrásarhagkerfis.
Lóð af þeirri stærð sem hentar starfseminni, með möguleika á vexti.
Nálægð við mikla sérþekkingu á sviði jarðvarma og innviða.
Frekari upplýsingar og samstarfsmöguleikar: Hafið samband við Orku náttúrunnar (geothermalpark@on.is).
Verkefni um uppbyggingu rannsóknaaðstöðu fyrir jarðvarmarannsóknir sem hýst verður í Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðs ON hlaut nýverið 65 milljóna króna styrk úr Samstarfssjóði háskólanna. Samstarfsaðilar verkefnisins eru m.a. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orka náttúrunnar.
Markmið verkefnisins er að skapa aðstöðu fyrir nýsköpun og þróun á sviði jarðvarma í Jarðhitagarði þar sem hægt verður að prófa lausnir á sviði jarðhitanýtingar með raunverulegum jarðhitavökva og á stærri skala en hægt er að bjóða upp á í núverandi rannsóknastofum. Tengiliðir háskólanna fyrir verkefnið eru María Sigríður Guðjónsdóttir, dósent við HR og Sigrún Nanna Karlsdóttir, prófessor við HÍ. Þær hafa ásamt samstarfsfólki sínu og aðilum úr erlendum háskólum og úr atvinnulífinu unnið að mjög mörgum verkefnum sem snúa að jarðhitarannsóknum og miða að því að safna gögnum um eðli jarðhitans og jarðhitanýtingu. Orka náttúrunnar mun hýsa rannsóknaraðstöðuna og veita aðgengi að auðlindastraumum virkjunarinnar (s.s. jarðhitavatni, köldu vatni og rafmagni) til prófana í rannsóknaverkefnum og við að þróa búnað og lausnir sem tengist jarðhitanýtingu.
„Við fögnum þessum mikilvæga áfanga fyrir jarðvarmarannsóknir á Íslandi og fyrsta verkefninu sem hlýtur styrk innan Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðsins. Við hjá Orku náttúrunnar hlökkum til að byggja upp þessa einstöku aðstöðu saman og erum stolt af að hýsa hana við Hellisheiðarvirkjun, sem er stærsta jarðvarmavirkjun í Evrópu“ segir Helga Kristín Jóhannsdóttir, deildarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Öflugur vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni
Nýsköpunarkjarninn verður staðsettur innan Jarðhitagarðs, græns iðngarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Í Nýsköpunarkjarnanum fá fyrirtæki, háskólar og frumkvöðlar einstakt tækifæri til að þróa og prófa nýjar lausnir sem nýta orku og auðlindir á sjálfbæran og skilvirkan hátt. Þar mun byggjast upp öflugur vettvangur fyrir rannsóknir og þróun á tæknilausnum tengdum orku og sjálfbærni, en þar mun Orka náttúrunnar setja upp tengingar fyrir raforku og auðlindir fyrir rannsókna – og frumkvöðlaverkefni auk aðstöðu til vinnu í sameiginlegu skrifstofuhúsnæði.
Tækifæri fyrir fjölbreytt verkefni
„Nýsköpunarkjarninn er hugsaður sem aðstaða til prófana fyrir fjölbreytt verkefni, bæði orkutengd og önnur sem stuðla að sjálfbærni og nýtingu grænna lausna,“ segir Helga Kristín. „Við viljum skapa umhverfi þar sem nýsköpunarhugmyndir fá að þróast með stuðningi öflugra innviða og sérþekkingar, hvort sem um er að ræða rannsóknir, tækniþróun eða prófanir í raunverulegum aðstæðum á lausnum sem svo geta vaxið innan Jarðhitagarðs. Við hvetjum öll sem vinna að sjálfbærum lausnum og nýtingu orku að hafa samband og kanna hvernig Nýsköpunarkjarninn getur orðið hluti af vegferðinni.“
Frá fyrstu skrefum til vaxtar
Jarðhitagarður, þar sem Nýsköpunarkjarninn rís, hefur þegar reynst frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Fyrirtæki eins og Climeworks og Vaxa Technologies hófu starfsemi sína þar á rannsóknarstigi. Bæði fyrirtækin hafa byggt stórar verksmiðjur utan um starfsemi sína í Jarðhitagarði sem hýsa sjálfbærar tæknilausnir sem hafa vakið athygli á heimsvísu. Með Nýsköpunarkjarnanum skapast frekari tækifæri fyrir fyrirtæki og rannsóknaraðila að taka sín fyrstu skref, með möguleika á að stækka upp í fullan rekstur innan Jarðhitagarðs.
Landsvæði, orka og auðlindir í Jarðhitagarði
Jarðhitagarður, sem er í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá Reykjavík, býður upp á:
Aðgengi að endurnýjanlegri orku frá Hellisheiðarvirkjun, bæði raforku og varmaorku.
Aðgengi að auðlindum s.s. köldu vatni og gastegundum.
Sameiginlega innviði og samstarfstækifæri í umhverfi hringrásarhagkerfis.
Lóð af þeirri stærð sem hentar starfseminni, með möguleika á vexti.
Nálægð við mikla sérþekkingu á sviði jarðvarma og innviða.
Frekari upplýsingar og samstarfsmöguleikar: Hafið samband við Orku náttúrunnar (geothermalpark@on.is).
Fréttir

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!

Vertu með á fréttabréfinu okkar
Fáðu nýjustu fréttir, uppfærslur og sértilboð beint í pósthólfið þitt!