News
•
Mar 4, 2024
Aðfaranótt 3.mars fór styrkur brennisteinsvetnis yfir sólarhringsmörk í loftgæðamælistöðinni í Norðlingaholti vegna froststillna. Við slíkar aðstæður versna loftgæði almennt.
ON hefur undanfarin ár aukið við hreinsun brennisteinsvetnis í lofthreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun og áformar að stækka stöðina á næstu árum og að árið 2025 verði nær allt brennisteinsvetni frá virkjuninni hreinsað. Jafnframt hefur verið byggð tilrauna lofthreinsistöð við Nesjavallavirkjun.