Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Apr 16, 2025

Orka náttúrunnar og Norðurál undirrita 5 ára raforkusölusamning

Orka náttúrunnar og Norðurál undirrita 5 ára raforkusölusamning

Photographer: by Blik studio
Photographer: by Blik studio
Photographer: by Blik studio

Orka náttúrunnar og Norðurál hafa skrifað undir nýjan raforkusölusamning um afhendingu á 150 megavöttum af raforku frá ON til allt að 5 ára. Samningurinn tekur við af eldri samningi milli aðila. Nýr samningur mun renna út í skrefum til og með 31. mars 2032. Samningurinn markar áframhaldandi samstarf tveggja mikilvægra aðila í íslensku atvinnulífi og er liður í því að tryggja raforku.

Samningurinn er hluti af stærri vegferð Orku náttúrunnar þar sem fyrirtækið stefnir að því að tryggja markaðsverð fyrir raforku frá jarðvarmavirkjunum sínum. Á síðustu misserum hefur ON átt í viðræðum við fjölda innlendra og erlendra aðila um kaup á töluverðu magni af raforku. Ljóst að eftirspurn eftir stöðugri og samkeppnishæfri raforku er langt umfram framboð. Við val á kaupanda var tekið tillit til arðsemi og áhættu auk fleiri þátta og varð niðurstaðan að selja til Norðuráls stóran hluta þess magns sem laust var til sölu.

Viðræður ON og Norðuráls hafa staðið yfir um nokkurt skeið, en þær einkenndust af trausti, góðum samskiptum og sameiginlegri sýn á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar og sanngjarns raforkuverðs.

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls sagði samninginn tryggja fyrirsjáanleika sem sé mikilvægur fyrir rekstur fyrirtækisins. „Við hlökkum til að vinna með ON og halda áfram að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið.“

„Það er ánægjulegt að ljúka þessum samningum við Norðurál, sem hefur verið traustur samstarfsaðili ON um árabil,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. „Við teljum að þessi samningur endurspegli raunverulegt verðmæti þeirrar orku sem við framleiðum og sé til hagsbóta fyrir bæði fyrirtækin og samfélagið í heild.“

Orka náttúrunnar leggur áherslu á að samningar fyrirtækisins skili sanngjörnu verði í þágu eigenda þess. Með nýjum samningum teljum við að það hafi tekist og með þeim skapist aukin tækifæri til að fjárfesta í frekari orkuöflun og styrkja grunnstoðir samfélagsins.

Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga
Jesse Gary, forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls

Mynd: Blik Studio

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!