Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Oct 16, 2024

Stærsti hleðslugarður ON hefur opnað í Borgarnesi

Stærsti hleðslugarður ON hefur opnað í Borgarnesi

Nýr og glæsilegur Hleðslugarður Orku náttúrunnar hefur verið opnaður við Digranesgötu í Borgarnesi með samtals 14 tengjum.

Orka náttúrunnar leggur mikið upp úr því að skapa ánægjulega upplifun fyrir viðskiptavini á meðan verið er að hlaða rafbíllinn. Hleðslugarður ON í Borgarnesi býður upp á, líkt og Hleðslugarður ON í Öskjuhlíð, mylluspil, trampólín og bekki til að sitja á og njóta góðra stunda með fallega fjallasýn fyrir framan sig.

Í nýja Hleðslugarðinum er 1 MW í boði og á hverju tengi er hægt að hlaða á allt að 480 kW og eru  hleðslurnar afar þægilegar í notkun. Góður upplýsingaskjár er á stöðvunum sem tryggir frábæra  upplifun og eru leiðbeiningar á nokkrum tungumálum, þar á meðal íslensku. Í Hleðslugarðinum var mikil áhersla lögð á að tryggja gott aðgengi fyrir öll og nægt pláss er til að hlaða stærri bifreiðar eða bíla með aftanívagn.

„Við hjá Orku náttúrunnar erum á þeirri mikilvægu vegferð að stækka hleðslunetið og eru Hleðslugarðarnir í Öskjuhlíð og Borgarnesi stór hluti þeirrar vegferðar. Við erum mjög stolt af því að geta opnað Hleðslugarð á þessu svæði og er staðsetningin sérstaklega góð að okkar mati. Það er næg afþreying í boði á stöðinni sjálfri og svo er stutt í verslun og þjónustu á svæðinu sem viðskiptavinir geta nýtt sér á meðan bílinn er hlaðinn. Við erum stöðugt í leit að nýjum staðsetningum og því má búast við að enn fleiri glæsilegir Hleðslugarðar opni á næstunni,” segir Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON.

„Opnun Hleðslugarðs Orku náttúrunnar hér í Borgarnesi er mikilvægur áfangi fyrir bæjarfélagið. Þetta er skref í átt að sjálfbærari samgöngum og styður við markmið okkar um að skapa grænt og aðgengilegt samfélag. Við erum stolt af því að Borgarnes taki þátt í þessari þróun sem styður bæði við umhverfisvernd og eykur þægindi fyrir bæði íbúa og gesti okkar,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sveitastjóri Borgarbyggðar.

„Við hjá KB viljum óska ON innilega til hamingju með þennan flotta hleðslugarð sem hefur nú opnað í Borgarnesi. Það hefur verið afar gott að vinna með ON að uppbyggingu svæðisins, unnið hefur verið af mikilli fagmennsku og með virðingu fyrir umhverfinu og á ON heiður skilið fyrir það. Við fögnum uppbyggingu hleðslustöðva á svæðinu, þetta er mikill stuðningur við verslun og þjónustu í Borgarnesi og til gamans má geta þess að í Sóknaráætlun Vesturlands sem gerð er af SSV var á áætlun að fjölga hleðslustöðvum á Vesturlandi um 50% fyrir árslok 2024 en raunin varð að hleðslustöðvum fjölgaði um 315% á tímabilinu sem um ræddi, og var framkvæmd ON við Digranesgötu gott innlegg í þá aukningu,” segir Margrét Katrín Guðnadóttir, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga.


Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!