Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Apr 30, 2024

Skref stigið í átt að orkuskiptum í þungaflutingum á landi

Skref stigið í átt að orkuskiptum í þungaflutingum á landi

Fimm íslensk fyrirtæki hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á vetnisknúnum MAN hTGX vöruflutningabílum. Um er að ræða dráttarbíla af stærstu gerð, 44/49 tonn. Orka náttúrunnar framleiðir vetni til að knýja bílana og Blær Íslenska vetnisfélagið dreifir því. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna í gær í Hellisheiðarvirkjun þar sem vetnisframleiðsla ON fer fram.

Með þessu sameinast framleiðandi og innflytjandi bílanna, viðskiptavinir og fyrirtækin sem framleiða og dreifa orkugjafanum um eitt stærsta orkuskiptaverkefni á Íslandi. Orka náttúrunnar er stolt af því að vera hluti af þessu samstarfi.

„Orka náttúrunnar hefur verið leiðandi í orkuskiptunum og fyrirtækið er meðvitað um að orkuskiptin þurfi að fara fram á fleiri en einn máta. ON er eini vetnisframleiðandi Íslands. Vetnisstöðin VON sem er staðsett við Hellisheiðarvirkjun, hefur frá árinu 2020 framleitt vetni sem nýtt er í samgöngur. Afkastageta VONar er um 100 tonn af vetni á ári sem er nægilegt magn til að anna um það bil 800 vetnisfólksbifreiðum á ári eða um fimm til sjö vetnistrukkum,“ segir Hólmfríður Haraldsdóttir, sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.

Eitt stærsta orkuskiptaverkefni þjóðarinnar

Unnið hefur verið að samningum um innflutning bílanna og viljayfirlýsingu um kaup á þeim undir verkstjórn Íslenskrar NýOrku í um 18 mánuði. Kraftur er umboðsaðili MAN á Íslandi, en fyrirtækin sem kaupa fyrstu bílana eru BM Vallá, Colas, MS, Samskip og Terra. Í tengslum við kaupin á bílunum byggir Blær nýja vetnisstöð sem veitt getur bæði vörubílum og fólksbílum þjónustu. 

Þetta er eitt stærsta einstaka orkuskiptaverkefnið í sögu þjóðarinnar en eldsneytisnotkun tuttugu dráttarbíla jafnast á við ríflega þúsund fólksbíla og áætla má árlegan sparnað af bruna 700 þúsund lítra af dísilolíu.

„Orka náttúrunnar fagnar þessu verkefni og þessu mikilvæga skrefi í átt að aukinni notkun á vetni í samgöngum á Íslandi. Við sjáum fyrir okkur að VON verði vonandi góður stökkpallur fyrir áframhaldandi orkuskipti með vetni,“ segir Hólmfríður.


Vega þungt í samdrætti losunar

MAN tilkynnti um framleiðslu hTGX vetnisdráttarbifreiðanna í byrjun apríl. Um er að ræða bíla með brunahreyfli sem ganga fyrir vetni og öll umhirða og viðhald því sambærilegt við bifreiðar sem fyrirtæki hafa fyrir í rekstri. Í fyrstu verða framleiddir að minnsta kosti 200 bílar sem seldir verða í Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Íslandi, auk valdra markaða utan Evrópu.

Drægni þessara bíla er allt að 600 kílómetrar sem gerir þá samkeppnishæfari við hefðbundna vörubíla knúna dísil. Vörubílar af þessari stærðargráðu eru með þeim ökutækjum sem nota mest eldsneyti og aka langar vegalengdir á ári hverju. Orkuskipti í þungaflutningum hafa því gríðarleg áhrif og vega þungt í samdrætti losunar á Íslandi.  

Kraftur hefur tryggt sér til afhendingar 20 bíla, til afhendingar á næsta og þarnæsta ári. Fyrstu bílarnir eru væntanlegir vorið 2025. Vonir standa til að fleiri fyrirtæki kjósi að taka í notkun losunarfría vörubíla af stærstu gerð.

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!