News
•
Feb 10, 2024
Í samráði við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur Orka náttúrunnar ákveðið að bjóða rafbílaeigendum að hlaða frítt í öllum Hverfahleðslum ON á Reykjanesi á meðan unnið er að því að koma hitaveitunni aftur í gang. Íbúar geta því hlaðið frítt á 30 AC tengjum á 7 staðsetningum okkar með ON-appinu eða ON-lykli. Staðsetningar ON í Reykjanesbæ eru:
Golfklúbbur Suðurnesja
Ráðhús Reykjanesbæjar
Fjölbrautarskóli Suðurnesja
Sundmiðstöðin í Reykjanesbæ
Selið Vallarbraut
Stapaskóli
Keilir
ON hvetur alla rafbílaeigendur að nýta sér Hverfahleðslu ON í stað þess að hlaða heima, hvort sem það er gert í hleðslustöð eða ekki. Þjónusta ON er opin allan sólarhringinn í síma 591-2700 ef íbúa vantar aðstoð við að hlaða. ON skorar á íbúa að fylgjast vel með stöðu á hleðslu í ON-appinu og tryggja að sem flest geti nýtt sér þjónustu ON.