Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Apr 11, 2024

ON mun nýta Carbfix tæknina til að ná kolefnishlutleysi

ON mun nýta Carbfix tæknina til að ná kolefnishlutleysi

Í dag var hreinsunarturn, fyrstur sinnar tegundar, reistur við Hellisheiðarvirkjun en með tilkomu hans tekst að fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni frá virkjuninni með Carbfix tækninni.

Framkvæmdir við byggingu nýrrar hreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun ganga vonum framar en í dag var reistur hreinsiturn sem mun, ásamt núverandi hreinsistöð, fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dæla því niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með notkun Carbfix tækninnar.  Uppbygging turnsins nýtur styrks frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins sem styður við verkefni, sem stuðla að því að ná markmiðum ESB um kolefnishlutleysi.

Stefnt er að gangsetningu Steingerðar, sem er heiti stöðvarinnar, árið 2025 og verður Hellisheiðarvirkjun þá á meðal fyrstu jarðvarmavirkjana heims til að verða  nær sporlaus. Núverandi hreinsistöð á Hellisheiði sem var tekin í gagnið árið 2014 fangar um 30% koldíoxíðs og 75% brennisteinsvetnis frá virkjuninni. Verkefnið hlaut árið 2021 600 milljóna króna styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. 

Öruggt og sannað ferli

Carbfix hefur þróað tækni fyrir varanlega bindingu CO2 við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007 í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér  að leysa CO2 í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þess má geta að yfir 99% af kolefni jarðar er náttúrulega bundið í bergi.

Samdráttur í losun á vegum Íslands

Niðurstöður verkefnisins munu gagnast til að minnka losun frá öðrum jarðhitavirkjunum, bæði hér á landi og erlendis. Verkefnið sjálft dregur úr losun sem nemur um 10% af 55% samdrætti í losun á CO2 frá orkuframleiðslu og iðnaði sem gert er ráð fyrir í loftslagsáætlun Íslands fyrir árið 2030. Auk þess er mögulegt að beita tækninni til að minnka losun frá annarri iðnaðarstarfsemi á borð við stálver, sementsframleiðslu og brennslu og urðun sorps.

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!