Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Nov 19, 2024

ON heldur ráðstefnuna Forgangsröðun í orkuskorti

ON heldur ráðstefnuna Forgangsröðun í orkuskorti

Hvernig viljum við að stærsta jarðvarmafyrirtæki landsins forgangsraði orku þegar orkuskortur er bæði á raforku og heitu vatni? Hvort á þá að framleiða meira af raforku eða heitu vatni?

Mikil umræða hefur verið um orkuskort og forgangsröðun orkunnar síðustu misseri. Hækkandi verð, lág lónsstaða og umfram eftirspurn eftir raforku eru sterk merki um að skortur sé á raforku. Orkuskortur á þó ekki bara við um raforku heldur líka heitt vatn en margar hitaveitur landsins eru í vandræðum með að afla nægjanlegrar orku í vaxandi samfélagi. Jarðvarmavirkjanir sinna þörfum samfélagsins með framleiðslu á bæði raforku og heitu vatni og eru þar af leiðandi í krefjandi stöðu.

Viðskiptaþróun og orkumiðlun Orku náttúrunnar býður til ráðstefnu og samtals, fimmtudaginn 28. nóvember í Kaldalóni í Hörpu þar sem þetta verður rætt og sjónum beint að verðmæti jarðvarma í framleiðslu raforku og heits vatns til að viðhalda lífsgæðum. Ráðstefnan kallast Forgangsröðun í orkuskorti – Hvernig tryggir jarðvarmi lífsgæði komandi kynslóða? og endar hún á pallborðsumræðum þar sem tækifæri gefst til að dýpka samtalið og svara spurningum ráðstefnugesta.

Skráning á ráðstefnuna hér!

Húsið opnar klukkan 08:30 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Ráðstefnan hefst svo stundvíslega klukkan 09:00 þar sem eftirfarandi flytja erindi:

  • Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna

  • Kristín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Verkefnastofu hjá Orku náttúrunnar

  • Hildur Æsa Oddsdóttir, PhD, sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar

  • Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar

  • Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth

Pallborðsgestir:

  • Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna

  • Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar

  • Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth

  • Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun

  • Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar

Umræðustjóri: Dagur Helgason, sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar

Við gerum ráð fyrir að umræðum ljúki um klukkan 10:30. Þá verður boðið upp á kaffi og ráðstefnugestir geta átt gott samtal.

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!