News
•
Oct 4, 2024
Orka náttúrunnar, Elliðaárstöð og Veitur stóðu fyrir málþingi á dögunum sem bar nafnið „Aðförin í öndvegi“ og fjallaði um fjölbreyttar samgöngur og borgarskipulag. Málþingið var afar vel sótt og þóttu erindin bæði fróðleg og áhugaverð.
Fjallað var um vistvænar samgöngur og borgarskipulag út frá ýmsum hliðum. Hægt er að hlusta á erindin með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
⚡️ Mannlíf, byggð og bæjarrými.
Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, Teiknistofan Stika
Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli voru gefnar út í fyrra. Leiðbeiningarnar voru samstarfsverkefni Skipulagsstofununar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Vandað skipulag og hönnun bæjarrýma er mikilvægur þáttur þess að stuðla að sjálfbærri þróun og lífsgæðum fólks. Með samþættingu góðrar byggðar og vistvænna samgangna má móta eftirsóknarvert umhverfi til lífs og starfa og um leið ná fram ávinningi í loftslagsmálum. Annar af höfundum skýrslunnar, Magnea Guðmundsdóttir, veitir innsýn í vinnuna og niðurstöður.
⚡️ Hlaupið í skarðið: deilihagkerfisvætt örflæði sem almenningsamgöngur í smærri borgum.
Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp
Virka deilihagkerfisvæddar samgöngur best í smærri byggðum og geta þær komið inn sem „kítti“ í almenningsamgöngur smærri byggða þar sem borgir geta ekki eða vilja ekki fjárfesta í öðrum lausnum á borð við BRT, léttlestir eða neðanjarðarlestir?
Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður hjá Pláss
Hvaða áhrif hefur bílablindan haft á samfélagið, daglegt líf og umhverfi? Hvernig hafa borgir og bæjarfélög mótast eftir þörfum bíla? og hvaða ráð höfum við til að breyta þessu?