Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Oct 10, 2024

Minni losun og bætt nýting

Minni losun og bætt nýting

Eitt stefnumarkmiða Orku náttúrunnar er að losa minna og nýta betur. Það þýðir að við leggjum okkur fram við að fara vel með allt sem við notum og reynum eftir fremsta megni að finna lausnir með hringrásarhugsun í forgangi. Þetta getur átt við um náttúruna, auðlindirnar, fólkið okkar eða tækin sem við notum.  

Allt frá upphafi hefur Orka náttúrunnar sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi. Til þess að orkuskiptin geti átt sér stað þarf að fara í mikla uppbyggingu á hleðsluinnviðum og það hefur Orka náttúrunnar gert í þau 10 ár sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar á þessum 10 árum. Bæði hefur tækninni fleygt fram og þá hefur Orka náttúrunnar komið upp góðu hleðsluneti hringinn í kringum landið. 

Samfara þróun á tækni höfum við þurft að skipta út tækjum eða færa til svo þau henti sem best fyrir notendur rafbíla. Til þess að losa minna og nýta betur, eins og stefnumarkmiðið segir, hefur Orka náttúrunnar passað upp á að nota áfram eldri hleðslustöðvar sínar og færa þær til í stað þess að taka alfarið niður og hætta notkun.  

Með þessu hugarfari er hægt að lengja líftíma þeirra tækja sem enn eru í góðu lagi sem er í takt við hringrásar hugsun okkar. 

Allar þessar eldri stöðvar eru 50 kW og með CHAdeMO tengi sem þýðir að þær munu áfram lifa góðu lífi og getað þjónað rafbílaeigendum um allt land.  

Orka náttúrunnar er mjög stolt af því að geta sagt frá því að með þessum hætti höfum við getað opnað aukastöðvar á Djúpavogi, Garðatorgi í Garðabæ og Bæjarhálsi Reykjavík. Þá hafa verið opnaðar nýjar staðsetningar í Vestmannaeyjum og  Reykholti þar sem þessar eldri stöðvar fá endurnýjum lífdaga. 

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!