News
•
May 2, 2024
Stór og fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra aðila sýndi áhuga á kaupum á 150 megavöttum af rafmagni frá virkjunum Orku náttúrunnar. Fyrirtækið birti auglýsingu þess efnis á alþjóðlegum vettvangi í byrjun mars í gegnum evrópskan útboðsvef.
„Viðbrögðin voru vonum framar og ánægjulegt að sjá staðfestingu þess að áhugi bæði innlendra og erlendra aðila á grænni, endurnýjanlegri, íslenskri raforku sé svo mikill. Niðurstaða könnunarinnar sýnir að eftirspurn eftir raforku er margföld í samanburði við framboð“ segir Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Markmið fyrirtækisins er að fá markaðsverð fyrir raforkuna þegar hluti núverandi raforkusölusamninga fyrirtækisins renna út á næstu 2-4 árum. Viðræður munu nú hefjast við hugsanlega viðskiptavini og stefnt er að því að ljúka fyrstu lotu viðræðna á næstunni.