
News
•
Sep 2, 2024
Við hjá Orku náttúrunnar erum svo heppin að á hverju ári kemur til starfa hjá okkur hæfileikaríkt sumarstarfsfólk til að vinna hin ýmsu störf. Störfin eru ólík og snerta ólíka þætti fjölbreyttrar starfsemi ON. Í sumar fengum við m.a. fólk til liðs við okkur við landgræðslustörf, í starf þjónusturáðgjafa, í öryggis-, heilsu- og umhverfisverkefni, í stuðning við vaktfólk virkjana, í viðhald og uppsetningu á hleðslustöðvum og í starf á sviði stafrænnar þróunar og gervigreindar.
Á dögunum kvöddum við allt sumarstarfsfólk Orkuveitunnar, móðurfélag Orku náttúrunnar, með heljarinnar veislu í Elliðaárstöð þar sem nokkur þeirra voru spurð út í starf sitt. Að sjálfsögðu mæltu þau öll með Orkuveitunni og dótturfélögum sem vinnustað.