News
•
Jun 5, 2024
Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar, tók þátt í pallborðsumræðum á málþinginu „Dögun vetnisaldar“ sem haldið var með stuðningi Orku náttúrunnar og Landsvirkjunar og fór fram í Háskóla Íslands í gær.
Málþingið var haldið í minningu Dr. Þorsteins I. Sigfússonar, og komu þar saman sérfræðingar frá HÍ og orkufyrirtækjunum til að ræða þróun vetnishagkerfis á Íslandi. Orka náttúrunnar hefur framleitt vetni frá árinu 2020 og er eini framleiðandi vetnis á Íslandi.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði málþingið og Margrét Lilja tók þátt í pallborðsumræðum ásamt þeim Þóru Arnórsdóttur, Daða P. Sveinbjörnssyni, Rúnari Unnþórssyni og Tryggva Þór Herbertssyni.
Á málþinginu var fyrirtækinu Grein Research, sem vinnur að ýmiss konar þróunarrannsóknum í efnisfræði, þar á meðal á tækni sem miðar að því að auka endingu og orkuinnihald rafhlaðna, viðurkenning Nýsköpunarsjóðs dr. Þorsteins Inga Sigfússonar við Háskóla Íslands árið 2024. Dr. Árni Sigurður Ingason, framkvæmdastjóri hjá Grein Research tók við viðurkenningunni úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ.
Við hjá Orku náttúrunnar erum þakklát fyrir að eiga frábæran fulltrúa í þessum mikilvægu umræðum og hlökkum til að fylgjast með framþróuninni á þessu sviði.


