News
•
Jun 27, 2024
Frá og með 1. júlí 2024 hækkar verðskrá Orku náttúrunnar um 6,0% til samræmis við miklar hækkanir á heildsölumarkaði síðustu misserin.
Verð til almennra notenda ON fer úr 9,96 kr. í 10,55 kr. á kWh, þannig að reikningur meðalheimilis mun hækka um u.þ.b. 230 kr. á mánuði. Samhliða hækka Vildarkjör á almenna rafmagnsnotkun úr 7,97 kr. í 9,5 kr. á kWh.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta betur og nota minna því það er besti sparnaðurinn fyrir einstaklinga, heimili og umhverfið. Það eru ýmsar leiðir til að ná niður notkuninni og lumum við á nokkrum góðum ráðum sem hægt er að kynna sér hér.