Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Mar 12, 2025

Birna og Jóhann ný inn í framkvæmdastjórn ON

Birna og Jóhann ný inn í framkvæmdastjórn ON

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Orku náttúrunnar í kjölfar skipulags- og áherslubreytinga sem gerðar voru á síðasta ári. Breytingunum er ætlað að setja meiri fókus á kjarnastarfsemi félagins og að efla fyrirtækið á þeirri vegferð sem framundan er í aukinni orkuöflun og miklum fjárfestingum tengdum virkjanarekstri félagsins.

Birna Björnsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumanneskja Orkuframleiðslu og kemur ný inn í framkvæmdastjórn. Birna kemur til Orku náttúrunnar frá Norðuráli þar sem hún vann undanfarin 19 ár, lengst af í hinum ýmsu stjórnunarstörfum, svo sem deildarstjóri framleiðslustýringar, framkvæmdastjóri kerskála, skautsmiðju og boltasteypuskála auk þess að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Birna er með B.Sc gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði og M.Sc gráðu í iðnaðarverkfræði.

Jóhann Ingi Magnússon tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn sem forstöðumanneskja Sölu og þjónustu. Síðustu tvö ár hefur hann gegnt starfi sölustjóra ON með góðum árangri og stutt við uppbyggingu hleðsluinnviða fyrirtækisins. Jóhann hefur lokið MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og býr yfir 20 ára reynslu í sölu-, þjónustu- og vörumerkjastýringu. Áður en hann gekk til liðs við ON starfaði hann hjá Heklu.

Óskar Friðrik Sigmarson er forstöðumanneskja Tækni og framkvæmda sem er nýtt svið innan ON. Óskar Friðrik hefur undanfarin ár sinnt hlutverki forstöðumanneskju Stefnu og reksturs hjá ON. Óskar Friðrik starfaði áður m.a. sem deildarstjóri stefnumiðaðrar verkefnastofu hjá VÍS, ráðgjafi hjá Deloitte og sem forstöðumaður Stefnu og þróunar hjá Reiknistofu bankanna. Óskar Friðrik er með B.Sc. í rafmagnstæknifræði frá Syddansk Universitet ásamt MPM frá Háskóla Íslands og MBA frá HR.

Tinna Jóhannsdóttir tók við hlutverki forstöðumanneskju Markaðsmála og sjálfbærni sl. sumar. Hún hefur leitt markaðsstarf félagins að undanförnu en stýrir nú nýju sviði með aukinni áherslu á sjálfbærni og umhverfismál. Tinna er viðskiptafræðingur að mennt, með MBA gráðu frá HÍ og diplóma í mannauðsstjórnun. Tinna stýrði uppbyggingu og gegndi starfi framkvæmdastjóra Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hún var forstöðumaður markaðsmála hjá Reginn hf (Heimum hf). og Smáralind á árunum 2017-2022 en áður hafði hún m.a. gegnt hlutverki markaðsstjóra hjá Brimborg og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hjálmar Helgi Rögnvaldsson er forstöðumanneskja Viðskiptaþróunar og Orkumiðlunar. Hjálmar Helgi hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá árinu 2014.  Hjálmar starfaði áður hjá Fluor Corporation í Hollandi og hjá Actavis á Íslandi. Hjálmar er með B.Sc. gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá TU Delft í Hollandi með sérhæfingu í sjálfbærri orkuvinnslu.

Nýtt skipurit ON

„Með nýju skipulagi og  nýju fólki í lykilstöðum erum við að styrkja okkur gríðarlega. Við teljum að nú séum við enn betur undirbúin undir þá krefjandi og mikilvægu tíma sem framundan eru. Nýtt skipulag setur aukinn fókus á kjarnastarfsemi okkar sem er orkuöflun, virkjanarekstur og framleiðsla á heitu vatni og rafmagni. Orka náttúrunnar skapar lífsgæði á degi hverjum og skipar mikilvægan sess í íslensku samfélagi sem aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

Samfara nýrri stefnu Orkuveitunnar, móðurfélags ON, hafa tengslin þar á milli verið efld til muna og eru nú fleiri sérfræðingar frá Orkuveitunni inni á skipuriti ON. „Við sjáum mikil tækifæri í aukinni samvinnu við móðurfélagið og leggjum áherslu á að hámarka samlegðaráhrif í allri starfseminni. Við viljum styrkja ON til framtíðar og gera fyrirtækið enn betur í stakk búið til að takast á við áskoranir og nýta þau tækifæri sem felast í áframhaldandi þróun á orkumarkaði“, segir Árni Hrannar enn fremur.


Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!