News
•
Feb 7, 2024
Orka náttúrunnar er 10 ára í ár!
Af því tilefni ætlum við að standa fyrir ráðstefnuröð sem ber yfirheitið Áratugur af ON- horft um öxl og áfram veginn.
Fyrsta ráðstefnan verður haldin 15. febrúar og á þeirri ráðstefnu ætlum við að horfa inn á við og kynna starfsemi Orku náttúrunnar fyrir ráðstefnugestum.
Meðal erinda verða:
Áratugur af ON – Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Sögur úr virkjunum ON – nýtum betur, notum minna. Benedikt Kristján Magnússon, deildarstjóri framleiðslu Orku náttúrunnar
Gróður er gull – endurheimt staðargróðurs við virkjanir ON. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar
Íslands eina Von – vetnisframleiðsla Orku náttúrunnar. Hólmfríður Haraldsdóttir, sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar
Frumkvæði orkuskipta í 10 ár – Guðjón Hugberg Björnsson, þjónustu- og tæknistjóri Orku náttúrunnar
Fundarstjóri er Harpa Pétursdóttir, stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar.
Áratugur af ON verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 08:30 með léttum veitingum. Að lokinni ráðstefnu klukkan 10 gefst tækifæri til að staldra við, þiggja léttar veitingar og eiga spjall.