News
•
May 3, 2024
HR-ingar eru ánægðir með Orku náttúrunnar þessa dagana en ON hefur tekið yfir rekstur hleðslustöðva við háskólann.
„Það er virkilega þægilegt að hafa hleðslustöðvar frá ON hér við Háskólann í Reykjavík og eru stöðvarnar bæði aðgengilegar og notendavænar. Þetta breytir öllu fyrir nemendur á rafmagnsbílum og er frábært skref í átt að umhverfisvænni samgöngum,“ segir Borgar Ben Sigurðsson nemandi í HR en bæði starfsfólk og nemendur HR fá vildarkjör á Hverfahleðslum ON við HR.
Tólf 22kW AC tengi eru við Háskólann í Reykjavík. Hverfahleðslur ON eru í alfaraleið fyrir rafbílaeigendur og gefa þær fólki kost á að hlaða við sundlaugar, menningarhús, íþróttamiðstöðvar, skóla og leikskóla. Þær eru einnig hentugar fyrir fólk sem vill hlaða bílinn í sínu hverfi og eiga ekki kost á að hlaða heima við.