Home

Charging

Companies

Work area

About ON Power

News

Mar 11, 2024

Aðgengi fyrir öll hjá Orku náttúrunnar

Aðgengi fyrir öll hjá Orku náttúrunnar

Sjálfsbjörg – landssamband hreyfihamlaðra og Orka náttúrunnar hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár um aðgengismál við hleðslustöðvar ON. Mikil áhersla er lögð á á öryggis- og heilsumál í öllum verkefnum ON sem og í þjónustu fyrirtækisins við sína viðskiptavini. Ábendingar og innlegg Sjálfsbjargar hafa því verið kærkomin fyrir Orku náttúrunnar í því að gera allar stöðvar aðgengilegar og finna bestu lausnirnar þannig að öll getum við notað rafbíla.

Á dögunum kom út tímaritið Klifur sem er blað Sjálfsbjargar. Meðal annarra góðra greina birtist í blaðinu eftirfarandi grein um aðgengi að hleðslustöðvum ON .

Aðgengi fyrir öll hjá Orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar og Sjálfsbjörg hafa átt í farsælu samstarfi um aðgengismál við hleðslustöðvar ON frá árinu 2021 þegar samstarfssamningur var undirritaður. Samningurinn miðar að því að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON.

Áhersla á öryggi og aðgengi

ON leggur mikla áherslu á öryggis- og heilsumál í öllum sínum verkefnum og þjónustu við sína viðskiptavini. Ábendingar og innlegg Sjálfsbjargar hafa því verið kærkomin þar sem samtal um þessi mál eru til alls fyrst.

„Við leggjum mikla áherslu á gott aðgengi og því hefur verið gott að geta leitað til Sjálfsbjargar til að bæta það enn frekar,“ segir Guðjón Hugberg Björnsson, þjónustu- og tæknistjóri ON. Eins og svo margt annað hefur uppsetning hraðhleðslna og hleðslustöðva ON þróast með tímanum. Frá uppsetningu fyrstu stöðvanna þar til hægt var að keyra á rafbíl hringinn kringum Ísland breyttist margt.

„ Til að byrja með var, því miður, tekið mið af gamalli hugsun við uppsetningu á hleðslustöðvunum og áhrifin af varnarbúnaði við stöðvarnar voru ekki íhuguð nægilega vel. Strax árið 2018 var aðgengi fyrir öll þó haft í fyrirrúmi og uppsetning nýrra hleðslustöðva orðin eins og tíðkast í dag,” segir Guðjón. Hann nefnir sem dæmi þá leið að setja litlar árekstrarvarnir við stöðvarnar þar sem árekstrarvarnir hindri ekki síður aðgengi viðskiptavina að stöðvunum.

„Við höfum sett upp fjölda hleðslustöðva síðastliðin ár og höfum aflað okkur mikillar reynslu. Í raun hefur þetta verið ákveðið frumkvöðlastarf þar sem fyrirmyndir lágu ekki fyrir úti í heimi. Við höfum lært að rafbílaeigendur eru með aðrar kröfur um þjónustu og aðgengi að hleðsluinnviðum okkar en verið hefur með eldsneytisstöðvar til þessa,” segir Guðjón.

Hafa vakið athygli fyrir óhefðbundnar leiðir

ON hefur talað fyrir því að sveitarfélög, félagasamtök, fyrirtæki og húsfélög hafi aðgengi fyrir öll í fyrirrúmi á sama hátt og ON hefur gert. Þá hafa þær leiðir sem ON hefur farið í uppsetningu hleðslustöðva vakið athygli birgja fyrirtækisins en þær eru ólíkar því sem áður hefur þekkst. ON tók nýverið í gagnið þrjá nýja og stóra hleðslugarða í Öskjuhlíð, Borgarnesi og á Akureyri þar sem aðgengi fyrir öll er haft í algjöru fyrirrúmi.

„Hleðslustöðvarnar eru aðgengilegar og lýsing hefur verið bætt svo eitthvað sé nefnt. Við höfum fundið fyrir því að það getur verið erfitt að halda hönnunarvenjum ON að verktökum sem eru vanir öðru, svo sem að hannaðir séu stórir kantar við eldsneytisstöðvar. Sem dæmi hefur framkvæmdaeftirlit ON þurft að laga sömu hönnun í tvígang og þegar kom svo að því að fara eftir teikningunum hringdi verktaki í okkur til að athuga hvort við vildum ekki örugglega fá kant við stöðina,“ segir Guðjón. Hann bætir við að vonandi sé þessi hugsun á undanhaldi.

Að sögn Guðjóns mun ON halda áfram á sinni vegferð í því að gera allar stöðvar aðgengilegar og finna bestu lausnirnar þannig að öll getum við notað rafbíla. „Þannig geta orkuskiptin haldið áfram á fullu. Við hjá ON fögnum öllum ábendingum um að gera betur,” segir Guðjón.

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter

Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!